og fleiri voru orðin ekki um það, hvílið í friði.....
Helgin var ekki upp á marga fiska en þó nokkurt þang. Ég setti nýtt met í geðveikinni er kallast að læra undir próf og lærði ALLan föstudaginn frá 8.45-01.30 og þá endanlega voru heilasellurnar farnar að snúast í kringum sjálfan sig og hættar að taka inn meira efni um forsendur máls hjá mönnum og dýrum, eins áhugavert og það nú er..
og nú skal ég segja ykkur leyndó.....
........hin heila ritning eftir Gleitman sagði mér að hlutur foreldra og uppeldis sé bara ekki það stórt atriði þegar kemur að því hvað við erum skrýtin seinna á ævinni..... dammit!! ég vona að mamma og pabbi sjái þetta aldrei, mér finnst voða fínt að kenna öllum mistökum bara upp á vanhæfni í uppelsimálum og slæmu herminámi.... en ég er nú ágæt þó segi sjálf frá þannig að kannski voru þau bara ágæt þessar esskur....
Laugardagurinn kom í algjöru stress kasti fyrir aðra síu eða þannig í sálfræðinni. Þegar ég taldi mig nokkuð undirbúna undir prófið, búin að fara yfir glósurnar, borða og pissa var ég ready! Nema hvað, ég settist fremst í prófinu (búin að þróa með mér fína hjátrú um klæðaburð og staðsetningu í prófi) og opna prófblaðið. Ég fékk vægt taugaáfall þegar ég sá krossana þar sem að ég vissi ekki einn!!! þannig að ég í stressi minu fór að kroppa sár á milli augnabrúnnana sem ég fékk við að plokka mig af of mikilli áfergju og viti menn, það tók að blæða. Við erum ekkert að tala um dropa hér og dropa þar, nei, rauða hafið opnaðist á andlitinu á mér. Þegar hendin mín var orðin alblóðug og farið að dropa á borðið fékk ég tíssjú. og áfram héldu krossarnir.
hver veit svosem hvað fuglasöngur kallafugla þýðir og hvað kemur það mér við?
ég gat samt massað ágætlega spurninguna um hlýðni og nú er bara að vara sig, I have tricks up my sleeve....
Jamms, prófið gekk ekki nógu vel, oh well, þýðir víst lítið að gráta Björn bónda.
Fór að vinna um kvöldið, allir í sushi, og kíkti svo einn skyldu hring á kirkju og samkomuhús Bakkusar, nánar tiltekið, 11, Prikið og Vegamót; sem betur fer eru fleiri fiskar í sjónum.
Reyndar fór ég nú í búningi sem allavega 2 gátu uppá...mér fannst hann frumlegur og stílhreinn, Audry hefði verið "stolt" er kannski fullmikið en allavega.
(Ljósa er að salute u með öllu þessu sjávarfangstali, komdu heim!)
fékk komment um að bloggið væri of persónulegt....er það? ekki málið? æ who cares, svona er það bara.
Í gær fór ég á handboltaleik með Önnu Rakel að sjá Haukana þar sem þeir kepptu á móti einhverjum Frökkum. Haukar unnu og ég fangaði því ákaft og var satt að segja búin að gleyma hversu mikill íþróttapúki getur leynst í mér, en ég mun neita þessu ef spurð. Haukar, massa lið í handbolta.
svo fór ég heim. ég hef ekki fleiri orð um það að svo stöddu.
fæ að vita á morgun hvort ég fá pabbaling í bæinn eða hvort hann bara komi heim í mars, xciting stuff, leyfi ykkur að fylgjast með.
já,jey vaknaði í gær við menn í krönum fyrir utan hjá mér að setja jólaljós í tréin, ég elska Laugaveginn um jólin! og stöð2 óruglað, jey ALF
ALF er minn maður
farin,farin frá þér
mánudagur, nóvember 1
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli